Stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna
Helstu verkefni stjórnar er að halda utan um heildar starfsemi samtakanna, móta stefnu samtakanna, vera tengiliður við helstu samstarfsaðila og stuðla að fjölgun kvenna í stjórnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
Stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna var kosin á aðalfundi þann 18. janúar 2024. Þetta er þriðja starfsár hagsmunasamtakanna eftir endurvakningu. Stjórnina skipa; Anna Þorsteinsdóttir, Auður Kjerúlf, Auður Sólrún Ólafsdóttir, Lára Hafliðadóttir og Rebekka Sverrisdóttir. Varastjórn skipa; Guðrún Halla Finnsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir og Sólrún Sigvaldadóttir
-
Anna Þorsteinsdóttir - forseti
Anna Þorsteinsdóttir spilaði fótbolta með Breiðablik, ÍA, Þrótti og Selfoss ásamt því að spila í háskóla í Bandaríkjum. Í dag starfar hún sem þjóðgarðsvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði og hefur í gegnum tíðina sinnt ýmsum félagsstörfum á sviði náttúruverndar og íþrótta- og æskulýðsmála.
-
Auður Kjerúlf
Auður Kjerúlf er uppalinn Valsari og spilar í dag með KH og U20 liði Vals. Hún starfar sem þjálfari í yngri flokkum Vals og stefnir að því að klára KSÍ B-gráðuna í vor. Samhliða þjálfuninni stundar hún nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og er í ungmennaráði KSÍ.
-
Auður Sólrún Ólafsdóttir - gjaldkeri
Auður spilar fótbolta með ÍR en hún hefur einnig spilað með Álftanesi. Hún starfar sem byggingarverkfræðingur og situr í aðalstjórn ÍR sem og í stjórn knattspyrnudeildar ÍR. Hún hefur sinnt ýmsum félagsstörfum bæði í námi, starfi og í kringum knattspyrnu. Auður er gjaldkeri samtakanna.
-
Lára Hafliðadóttir
Lára er fyrrverandi leikmaður en hún hefur spilað með HK/Víkingi, Breiðablik og KR og unglingalandsliðum Íslands. Lára er með meistaragráðu í Íþróttavísindum og þjálfun, KSÍ-B þjálfaragráðu og er kennari á þjálfaranámskeiðum KSÍ. Lára starfar við líkamlega þjálfun og mælingar, en hún hóf nýlega störf hjá Greenfit ásamt því að vera með hlaupa- og hjólaþjálfun. Þá er Lára í meistaraflokksráði kvenna hjá Víkingi og sér um líkamlegar mælingar fyrir elstu kvennaflokka félagsins, en hún hefur sinnt þar ýmsum störfum, svosem sem fótboltaþjálfari, styrktarþjálfari og sjálfboðaliði. Lára er einnig með meistaragráðu í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum.
-
Rebekka Sverrisdóttir - varaforseti
Rebekka er fyrrverandi leikmaður og spilaði með KR og Val. Hún starfar sem verkfræðingur hjá Össuri. Rebekka kom að endurstofnun Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna í byrjun árs 2022. Rebekka er varaforseti hagsmunasamtakanna
-
Guðrún Halla Finnsdóttir
Guðrún Halla er uppalin í Stjörnunni og spilaði þar með meistaraflokki upp úr síðustu aldamótum. Einnig á hún nokkra yngri landsliðsleiki, spilaði í háskóla í Bandaríkjunum og tók eitt tímabil með Hamri í seinni tíð. Guðrún sparkar enn í bolta með alvöru kempum. Guðrún er menntaður verkfræðingur og vinnur hjá Norðuráli.
-
Lilja Dögg Valþórsdóttir - ritari
Lilja lagði nýverið skóna á hilluna eftir að hafa spilað yfir 220 leiki í efstu deild á Íslandi. Allt í allt spilaði hún 20 tímabil í meistaraflokki fyrir 8 félög, þó lengst af fyrir KR. Lilja hefur komið að fréttaumfjöllun um knattspyrnu kvenna sem fréttaritari hjá Fótbolti.net og sérfræðingur í markaþáttum Stöðvar 2 Sport. Hún er einnig meðlimur í kvennaráði KR. Lilja er ritari samtakanna
-
Sólrún Sigvaldadóttir