Yfirlit yfir nefndir hagsmunasamtakanna
Verkefni, umfang og efni nefndanna mun þróast áfram samhliða vinnunni sem er framundan.
Hægt er að bjóða fram krafta sína í nefndir hagsmunsamtakanna með því að fylla út skráningarblaðið hér
-
Meistaraflokksnefnd
Meistaraflokksnefnd sér um málefni sem varða meistaraflokka félaganna. Nefndin fjallar um og vinnur að auknu kynjajafnrétti innan meistaraflokkanna
-
Yngri flokka nefnd
Yngri flokka nefnd fjallar um og vinnur að auknu kynjajafnrétti innan yngri flokka
-
Nefnd um samfélagslega ábyrgð
Nefnd um samfélagslega ábyrgð fjallar um fjármagn, stjórnarhætti, viðhorf og fleira innan stjórnkerfis knattspyrnunnar sem hefur áhrif á framtíð knattspyrnukvenna
-
Skemmtinefnd
Skemmtinefnd sér um að skipuleggja viðburði á vegum hagsmunasamtakanna ásamt öðrum skemmtilegum verkum sem koma á borð hennar.
-
Siða- og laganefnd
Laganefnd sér um lagasafn samtakanna. Nefndin heldur utan um allar lagatillögur og breytingar, og ber ábyrgð á að lögum sé fylgt.
Siðanefnd úrskurðar um tilkynningar sem berast samtökunum varðandi brot á siðareglum samtakanna í starfi samtakanna
-
Nefnd um viðburði og samfélagsmiðla
Nefnd um viðburði og umfjöllun heldur utanum viðburði samtakanna og umfjöllun út á við í gegnum facebook síðu, instagram síðu og uppfærslu á heimasíðunni