Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna

Samþykktir

 

1.gr.  Nafn og heimili

Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna (HKK), upphaflega stofnuð 1990 og endurvakin þann 25. febrúar 2022.  Aðsetur og varnarþing er í Reykjavík.

 

2. gr.   Tilgangur og markmið HKK

HKK eru samtök sem hafa það að markmið að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar.

 

3. gr. Aðild að HKK

Öllum sem hafa hag kvennaknattspyrnu að leiðarljósi er heimil aðild að HKK.

Aðeins skráðir félagar hafa atkvæðisrétt.

 

4. gr. Starfstímabil

Starfstímabil HKK er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

 

5. gr. Félagsgjöld

Ákvörðun um félagsgjald HKK skal tekin á aðalfundi.  Félagsgjöld skulu innheimt árlega með kröfum í netbanka.

Að auki er HKK heimilt að þiggja frjáls framlög til ákveðinna verkefna sem stjórn félagsins tekur ákvörðun um.

 

6. gr. Aðalfundur

Aðalfund HKK skal halda eigi síðar en viku fyrir aðalfund KSÍ ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti, með tölvupósti til skráðra félaga og birtingu á heimasíðu félagsins.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna HKK ræður úrslitum mála.

 Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.     Skýrsla stjórnar

3.     Reikningar lagðir fram til samþykktar

4.     Lagabreytingar

5.     Ákvörðun félagsgjalds

6.     Kosning stjórnar

7.     Önnur mál

 

7.gr. Stjórn HKK

Stjórn HKK skal skipuð 5 félögum í HKK, forseta og 4 meðstjórnendum, auk þriggja varamanna  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Varamenn í stjórn hafa seturétt á fundum sem áheyrnarfulltrúar, en taka sæti meðstjórnenda með atkvæðisrétt í forföllum aðalmanna.   Stjórnin skiptir með sér verkum ritara, gjaldkera og meðstjórnenda á fyrsta fundi eftir aðalfund.     Stjórn HKK fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

 

8.gr. Nefndir HKK

Stjórn HKK hefur heimild til þess að setja á laggirnar nefndir til þess að vinna að ákveðnum málum.     

Fastar nefndir félagsins eru þessar:

a.     Fræðslunefnd

b.     Laganefnd

c.     Markaðsnefnd

d.     Meistaraflokksnefnd

e.     Nefnd um virðisaukningu og samfélagsleg ábyrgð

f.      Yngri flokka nefnd

g.     Siðanefnd

h.     Skemmtinefnd

i.      U23

j.      Þjálfaranefnd

Nefndirnar starfa í umboði stjórnar HKK og samkvæmt lögum þess.  Nefndirnar hafa ekki sérstakan fjárhag.

9.gr. Daglegur rekstur

Stjórn HKK getur ráðið framkvæmdastjóra og/eða starfsmenn, enda rúmist það innan fjárhagsáætlunar.  Ráði stjórnin framkvæmdastjóra skal hann bera ábyrgð á daglegum rekstri og sinna hefðbundnum framkvæmdastjórastörfum. Formaður getur ekki verið framkvæmdastjóri.

 

10. gr. Fjárhagsáætlun og  Rekstrarafgangur

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til verkefna sem tengjast tilgangi félagsins og skal stjórn fara með ákvörðunarvald hvað varðar úthlutun fjármuna félagsins.

 

11. gr.  Endurskoðun

Aðalfundur kýs endurskoðanda félagsins og annan til vara.

 

12. gr.  Slit félagsins

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.   

 

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi, 25. febrúar 2022

 Dagsetning: 25. Febrúar 2022