Saga samtakanna


 

Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna voru fyrst stofnuð árið 1990. Eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna var að endurvekja íslenska kvennalandsliðið sem hafði verið lagt niður, einungis nokkrum árum eftir stofnun þess í kringum 1980.

Baráttumál samtakanna voru mörg og sum þeirra eiga sem betur fer ekki við í dag. Á þessum tíma var föstum deildarleikjum kvenna frestað skyndilega vegna óvæntra heimaleikja karlaliðs í bikarkeppni eða vegna þess að það gleymdist hreinlega að boða dómara á kvennaleiki. Svo þurfti einnig að berjast fyrir því að mega nota eins takkaskó og karlarnir þegar spilað var á grasi.

Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða endurvakin 25. febrúar 2022.

Hérna er áhugavert viðtal sem birtist í Skinfaxa við tvær af stofnendum samtakanna árið 1990.